Ferill 53. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 53 . mál.


Nd.

210. Nefndarálit



um frv. til l. um veitingu ríkisborgararéttar.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með þeim breytingum sem gerðar voru í meðförum efri deildar. Auk þess leggur nefndin til að samþykktar verði breytingartillögur sem fluttar eru á sérstöku þingskjali.
    Friðjón Þórðarson og Sighvatur Björgvinsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 27. nóv. 1989.



Jón Kristjánsson,


form., frsm.


Ólafur G. Einarsson,


fundaskr.


Guðni Ágústsson.


Ingi Björn Albertsson.


Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir.